Hvaðan kemur orkan?

Þetta líst mér vel á, frábært fyrir Blönduós og NV-land.

Nú er ég ekki mjög fróð í orkumálum, ef einhver gæti svarað eftirtöldum spurningum væri það vel þegið:

Hvaða ár á NV-landi þarf að virkja til að búa til nóga orku fyrir svona gagnaveitu?

Hvaða ár er nú þegar gert ráð fyrir að virkja v/ álvers á NA-landi?

 

 


mbl.is Talið líklegast að risavaxið gagnaver rísi á Blönduósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það þarf ekki að virkja neitt á NV landi.Orkan úr Blönduvirkjun dugir.Hún er í næsta nágrenni við Blönduós ens og flestir vita.Orkan í Blönduvirkjun á að sjálfsögðu að þjóna íbúum á NV landi en ekki umhverfirsöfgafólki í 101 R. vík sem sett hafa landið á hausinn með þjónkun við fjármálabraskið, sér í lagi Samfylkingin.

Sigurgeir Jónsson, 15.8.2009 kl. 12:31

2 Smámynd: Erla Einarsdóttir

Takk fyrir þetta Sigurgeir. Sammála því, að sjálfsögðu á að nýta orkuna úr Blönduvirkjun hér á NV-landi. En ertu viss um að hún sé nóg fyrir svona risastórt gagnaver?

Erla Einarsdóttir, 15.8.2009 kl. 12:38

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ef þörf væri á virkjun, þá væri það komið fram. Eins og Sigurgeir segir er Blönduvirkjun þarna í næsta nágrenni. Ég er þó það víðsýn að mér finnst ekki skipta máli hvar orkan í hverri virkjun fyrir sig er nýtt, þó það sé auðvitað hagkvæmast að gera slíkt nærri orkuverunum.

Að fá vel launuð störf á þetta svæði er auðvitað afar mikilvægt. Slíkt hefur ætíð tilhneigingu til að þrýsta upp öðrum launum á svæðinu og vegna legu fyrirtækisins, gæti það orðið bæði í Skagafirði og Húnavatnssýslum og ekki veitir nú af. Svæðið er búið að vera í neikvæðum hagvexti um árabil. MÍNUS 9% ÁRIN 1998 TIL 2005 SAMKVÆMT SKÝRSLU FRÁ HAGFRÆÐISTOFNUN HÍ OG BYGGÐASTOFNUNAR.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 15.8.2009 kl. 15:47

4 identicon

@Sigurgeir: Vá... Ertu að kenna 101 íbúum um allt sem slæmt er? Ég hélt nú að upprunalega væru þetta allt kvótagóngspeningar og ekki eru þeir frá 101.

Slakaðu á á illa ígrunduðum fordómum og hatrinu. Þetta eru ómerkileg orð fílupúka og ekkert annað.

Jón Grétar Borgþórsson (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 16:31

5 identicon

@Erla: Já svona gagnaver eru frekar orkufrek en þau eru ekkert miðað við álver í orkunotkun. Vegna hitamyndunar er mesta orkunotkunin er svo þegar heitt er í veðri sem er akkúrat þegar að orkunotkun almennst borgara er í lágmarki. Ef virkja þarf meira þá erum við þar af leiðandi að tala um mun minni virkjun en þegar talað er um álversframkvæmdir.

Jón Grétar Borgþórsson (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 16:45

6 Smámynd: Erla Einarsdóttir

Takk fyrir kommentin. Mér líst rosalega vel á þetta og það verður spennandi að fylgjast með framhaldinu. Það er mikið rétt Hólmfríður að launin á þessu svæði eru ekki til að hrópa húrra fyrir. Nú krossar maður bara fingur og vonar að þetta verði að veruleika.

Það þýðir ekkert að rífast um árnar og orkuna en málið er, held ég, að okkur landsbyggðafólki er sumu sárt um árnar í kringum okkur og viljum ekki virkja allt og ekkert nema það stuðli þá að atvinnuuppbyggingu á viðkomandi svæðum, sem mörg hver eiga jú í miklum erfiðleikum vegna fólksfækkunar ofl.

Erla Einarsdóttir, 17.8.2009 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband