Hinir hæfustu lifa af...

Er það ekki partur af öllu "þróunarferli" á þessari jörð að "hinir hæfustu lifi af"?

Á maður þá ekki bara að vona að þessi þróun verði þannig? Þeir hæfustu, jákvæðustu og sterkustu verða eftir, enda óhræddir að takast á við áskoranir og erfiðleika. Er það ekki einmitt þannig sem Íslendingar hafa lifað af hingað til í okkar harðbýla en stórkostlega landi?

 


mbl.is Óttast íslenskan spekileka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Lárus Pálsson

Rotturnar flýja sökkvandi skip, það er bara staðreynd!

Stefán Lárus Pálsson, 17.8.2009 kl. 21:04

2 identicon

Ég er hræddur um að því sé öfugt varið: Hinir hæfustu flytja úr landi en viljalausar rotinpúrur sitja eftir á skerinu.

Stebbi (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 22:42

3 Smámynd: Stefán Lárus Pálsson

Jæja Stebbi, þú heldur að það sé merki um veikleika að þrauka áfam þegar á móti blæs. Í tæp 70 ár hef ég lifað á "skerinu" og hafinu sem ummlykur það. Það hefur of þurft að taka á, ekki allta verið dans á rósum, en svona er lífið, meðbyr eða mótlæti. Hef aldrei litið á það sem dyggð að leggja á flótta þó eitthvað bjáti á. Það er ragmennska í sinni skýrustu mynd. Grasið er nú ekki alltaf grænna hinumegin við lækinn þó sumum sýnist svo. Það þarf líka að hafa fyrir lífinu í öðrum löndum. Viljalitlir letingjar eru litnir hornauga þar líka. Margir þeir sem nú flýta sér úr landi eru að flýja frá skuldbindingum sem þeir stofnuðu sjálfir til, ótilneyddir, og hvorki vilja eða geta staðið við. Um þess konar fólk sem telur sig hæfari okkur sem þraukum áfram, og velur okkur hin verstu nöfn, vil ég segja; Farið hefur fé betra!!!

Stefán Lárus Pálsson, 19.8.2009 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband