Sorglegt yfirklór og stórkostleg vanvirðing.

Mér finnst það sorglegra en tárum taki ef yfirvöld kirkjunnar ætla að taka á þessu máli með einhverju gjörsamlega máttlausu yfirklóri, enn eina ferðina. Það er ekki hægt að byggja svona stofnun á því vantrausti sem nú ríkir í garð hennar og þetta er hörmulega ósanngjarnt gagnvart öllu því góða fólki sem vinnur á hverjum degi ómetanlegt starf innan Kirkjunnar.
Hvað Guðrúnu Ebbu varðar finnst mér í besta falli stórkostleg vanvirðing í hennar garð hvernig viðbrögðin eru samkvæmt þessari frétt. "Niðurstöður nefndarinnar lágu fyrir hinn 10. júní síðastliðinn. Þar er bent á að mistök hafi verið gerð hvað varðar skráningu erindisins og dráttur á því að Guðrún Ebba var boðuð til fundar. Að mati nefndarinnar var hér þó ekki um tilraun til þöggunar að ræða." GLEYMDIST BARA að hafa samband við konuna af því að "mistök voru gerð hvað varðar skráningu erindisins"??? Hversu mörg svona erindi fær eiginlega biskup inn á sitt borð á ári hverju?
Þöggunin er svo HRÓPANDI að það gengur einfaldlega ekki upp að leika strútinn og segja að hún sé ekki til staðar.
mbl.is Ekki tilraun til þöggunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Amerísk fyndni og "pissukeppni".

Já okkur finnst alltaf gaman að hlæja að óförum annarra, það er nú bara partur af mannlegum húmor held ég. Hins vegar er mér ekki beint hlátur í hug þegar ég les þetta, einfaldlega vegna þess að þetta er svo "illa" amerískt. Ameríkanar keppast þessa dagana við að benda í allar áttir og virðast nota ansi langdræga sjónauka til að reyna að koma auga á vandamál hagkerfis heimsins og uppruna þeirra. Þeir ættu frekar að nota stækkunargler held ég. Þar er "pissukeppnin" sem kom heiminum á þann stað sem hann er í dag í fullu gangi ennþá. Spurningin er reyndar hvort hún er það ekki hérna líka?
MELTDOWN eru MJÖG áhugaverðir og ítarlegir heimildaþættir um þessi mál sem fréttastöðin AlJazeera hefur látið gera, skora á þá sem ekki hafa séð þetta að bæta úr því, þeir eru virkilega upplýsandi!
Hér er fyrsti þáttur af fjórum: http://english.aljazeera.net/programmes/meltdown/2011/09/2011914105518615434.html

mbl.is Hlegið að Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tímasetning tilviljun?

Slæmt fyrir viðkomandi aðila er tóku ákvarðanir um þessi atriði. Ég velti því hins vegar fyrir mér..... er tímasetning og fyrirsögn þessarar fréttar tilviljun?
mbl.is Lögreglan brýtur lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver borgar eiginlega launin þeirra?!!!

Ég er bara alls ekki að ná þessu! ENGAN VEGINN.....!!!

Fyrir hverja er þessi ríkisstjórn eiginlega að vinna, mér er spurn!? ......Hljómar bara í mínum eyrum eins og þau gangi erinda Breta og Hollendinga en ekki Íslendinga. Hugleysið virðist vera ALGERT! Er það "Frontið" sem við viljum?


mbl.is Jóhanna: Kom ekki á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lost in Iceland!

Íbúðalánin og bílalánin eru eins og allir vita að sliga marga, sérstaklega ef þau voru tekin í gjaldeyrislánum. Verðtryggingin er að gera okkur hinum lífið leitt, lánin hækka og hækka og afborganir með.

Það er hins vegar eitt sem mér finnst lítil sem engin umfjöllun um, sem er nákvæmlega það sem er að sliga mína fjölskyldu. Við erum ekki með dýrt bílalán (thank God) og við keyptum ódýra blokkaríbúð á landsbyggðinni fyrir 2 árum. Jú, lánin af íbúðinni hafa hækkað og hækkað en...við myndum ráða við það ef ekki væri fyrir þetta atriði sem mér finnst allt of lítið fjallað um í fjölmiðlum.

Það er orðið 50-100% dýrara að reka fjölskyldu á Íslandi en fyrir 1-2 áum síðan!

Það sem er að sliga okkur fjárhagslega er sem sagt ekki bílalán og ekki húsnæðislán, nema að litlu leiti. Það er matur, fatnaður, hreinlætisvara...o.s.frv..! Ég veit að það eru fullt af fjölskyldum í þessari stöðu en maður heyrir ekki mikið talað um það. Það er alltaf talað eins og lækkun lána reddi öllu fyrir fólk, en þar erum við ekki að tala um fólkið sem ekki tók þátt í "neyslukapphlaupinu", ef ég má segja sem svo. Allar aðgerðir sem ég hef heyrt talað um finnst mér miðast við það að hygla þeim sem skulda mest á meðan hinir eiga, sýnist mér, að éta það sem úti frýs.

Ég skil ekki og hef aldrei skilið hvað þessi blessaða ríkisstjórn er að hugsa. Hvað í and........ hef ég með aðildarumsókn í ESB að gera akkúrat núna? Af hverju í ..... á ég að borga Icesaveskuldir sem ég stofnaði ekki til??

Já ég veit, þetta er mikil einföldun á málum en, mér finnst þetta bara "The bottom line". Leyfið mér þá að einfalda þetta ennþá meira:

I am LOST in Iceland!

 

 


mbl.is Bílalán stóra vandamálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjarni málsins...

Mér finnst kjarni málsins vera þessi: Hver/hverjir settu reglurnar sem unnið var eftir við stofnun og rekstur Icesave? Hvaða reglur voru svo brotnar?

Ef engir aðrir en Íslendingar eiga að læra af þessum mistökum, hvar er þá siðferðið? Almenningur á Íslandi á að borga skuldir sem hann stofnaði ekki til!....Er það Í ALVÖRU siðferðilega rétt?


mbl.is Siðferðileg álitaefni Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hinir hæfustu lifa af...

Er það ekki partur af öllu "þróunarferli" á þessari jörð að "hinir hæfustu lifi af"?

Á maður þá ekki bara að vona að þessi þróun verði þannig? Þeir hæfustu, jákvæðustu og sterkustu verða eftir, enda óhræddir að takast á við áskoranir og erfiðleika. Er það ekki einmitt þannig sem Íslendingar hafa lifað af hingað til í okkar harðbýla en stórkostlega landi?

 


mbl.is Óttast íslenskan spekileka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaðan kemur orkan?

Þetta líst mér vel á, frábært fyrir Blönduós og NV-land.

Nú er ég ekki mjög fróð í orkumálum, ef einhver gæti svarað eftirtöldum spurningum væri það vel þegið:

Hvaða ár á NV-landi þarf að virkja til að búa til nóga orku fyrir svona gagnaveitu?

Hvaða ár er nú þegar gert ráð fyrir að virkja v/ álvers á NA-landi?

 

 


mbl.is Talið líklegast að risavaxið gagnaver rísi á Blönduósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð og Hitler.

Ekki finnst mér nú flott að Íslendingum og Icesave skuli vera líkt við stríðsrekstur Þjóðverja. Er það þá næsta skref að líkja Davíð við Hitler? Að vísu annað stríð um að ræða þar en sama er. Týpískt alveg fyrir Breta að leggja að jöfnu líf og peninga. Mér finnst þetta ekki sniðugt!
mbl.is FT: Ábyrgðin sameiginleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endilega...látum valta yfir okkur með Icesave..og gefum þeim svo restina af eigum okkar!

Ja hérna hér. Væri nú ekki ráð að staldra aðeins við áður en við gefum restina af hendinni....litli fingurinn virðist allavega uppétinn nú þegar.

Hafa þjóðir Evrópusambandsins verið að koma vel fram við Íslendinga að undanförnu?

Það á að steypa okkur í dýpsta skuldafen Íslandssögunnar og gera okkur að blórabögglum svo enginn fari nú að halda að reglur Evrópusambandsins um fjármálastarfsemi gætu mögulega verið gallaðar. Já já, leyfum þeim að valta yfir okkur og SÆKJUM SVO UM AÐILD svo þeir geti nýtt sér allar okkar auðlindir eins og þeim kemur best. Við viljum ekki vera óvinsæl, úti í kuldanum!

Steingrímur og co., Jóhanna og co. : Þið hafið ekki mitt umboð til að skuldsetja mig , fjölskyldu mína, ættingja og vini vegna skulda sem VIÐ STOFNUÐUM EKKI TIL!! Ég skrifa ekki undir þá skuldaviðurkenningu!

Ég kaus hvorki Samfylkinguna né Vinstri Græna í síðustu kosningum og ríkisstjórnin hefur þar af leiðandi ekki mitt umboð til þessara verka. Mér er það hins vegar til efs að Steingrímur og Jóhanna HAFI UMBOÐ SINNA EIGIN KJÓSENDA til þess að samþykkja Icesave samninginn. Steingrímur hefur heldur örugglega ekki umboð sinna kjósenda til að sækja um inngöngu í Evrópusambandið. Miðað við kosningaáróður, kosningaloforð, kosningaræður, kosningabaráttuskrif o.s.frv. hefur ríkisstjórnin bara alls ekki umboð íslensku þjóðarinnar og ekki einu sinni umboð sinna eigin kjósenda til að sækja um aðild að Evrópusambandinu og/eða semja um Icesaveskuldirnar.

Svo einfalt er það!

Hvaða veruleikafirring er í gangi á Alþingi Íslendinga?

Ætlar þjóðin að sætta sig við þetta?

 


mbl.is Önnur umræða um ESB á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband