Lost in Iceland!

Íbúðalánin og bílalánin eru eins og allir vita að sliga marga, sérstaklega ef þau voru tekin í gjaldeyrislánum. Verðtryggingin er að gera okkur hinum lífið leitt, lánin hækka og hækka og afborganir með.

Það er hins vegar eitt sem mér finnst lítil sem engin umfjöllun um, sem er nákvæmlega það sem er að sliga mína fjölskyldu. Við erum ekki með dýrt bílalán (thank God) og við keyptum ódýra blokkaríbúð á landsbyggðinni fyrir 2 árum. Jú, lánin af íbúðinni hafa hækkað og hækkað en...við myndum ráða við það ef ekki væri fyrir þetta atriði sem mér finnst allt of lítið fjallað um í fjölmiðlum.

Það er orðið 50-100% dýrara að reka fjölskyldu á Íslandi en fyrir 1-2 áum síðan!

Það sem er að sliga okkur fjárhagslega er sem sagt ekki bílalán og ekki húsnæðislán, nema að litlu leiti. Það er matur, fatnaður, hreinlætisvara...o.s.frv..! Ég veit að það eru fullt af fjölskyldum í þessari stöðu en maður heyrir ekki mikið talað um það. Það er alltaf talað eins og lækkun lána reddi öllu fyrir fólk, en þar erum við ekki að tala um fólkið sem ekki tók þátt í "neyslukapphlaupinu", ef ég má segja sem svo. Allar aðgerðir sem ég hef heyrt talað um finnst mér miðast við það að hygla þeim sem skulda mest á meðan hinir eiga, sýnist mér, að éta það sem úti frýs.

Ég skil ekki og hef aldrei skilið hvað þessi blessaða ríkisstjórn er að hugsa. Hvað í and........ hef ég með aðildarumsókn í ESB að gera akkúrat núna? Af hverju í ..... á ég að borga Icesaveskuldir sem ég stofnaði ekki til??

Já ég veit, þetta er mikil einföldun á málum en, mér finnst þetta bara "The bottom line". Leyfið mér þá að einfalda þetta ennþá meira:

I am LOST in Iceland!

 

 


mbl.is Bílalán stóra vandamálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Þú virðist ekki skilja heildarmyndina, þú þusar um hátt verðlag á matvöru og fl. sem er laukrétt en gerir þér ekki grein fyrir því að við inngöngu í ESB þá snarlækkar öll neysluvara auk þess Íslandi verður skipað að leggja niður verðtrygginguna sem er allt lifandi að drepa, að hugsa sér að aðeins 2-3 þjóðir nota verðtryggingu í dag.

Skarfurinn, 23.10.2009 kl. 21:35

2 Smámynd: Erla Einarsdóttir

Ég ætla ekkert að segja um það hvort okkar skilur eða skilur ekki heildarmyndina en ég get bara ekki verið sammála þér um ESB, sorrý. Það er að mínu mati MIKIL eiföldun að tala bara um lækkun á matvöru og niðurlagningu verðtryggingar í þessu samhengi en ég skil að það er stór gulrót, líka fyrir mig.

Fyriir mér lítur dæmið svona út: Það sem gerði svokölluðum "útrásarvíkingum" kleift að haga sér eins og þeir gerðu voru reglur ESB um alþjóðlega fjármálastarfsemi, sem við gengumst undir með EES samstarfi. Það er búið að viðurkenna að þessar reglur eru gallaðar og þarfnast endurskoðunar. Samt sem áður virðast Bretar og Hollendingar geta notað ESB OG AGS til að kúga litla Ísland til að leika blóraböggulinn í þessu máli, það er jú svo miklu þægilegra fyrir þá en að leggjast í naflaskoðun á eigin framferði og mistökum.

 Setjum stoltið til hliðar, það er hvort eð er ekkert eftir af því hjá fólki sem ræður einhverju hér, ég sé bara ekki hvað getur komið gott út úr samstarfi við þetta bákn AKKÚRAT NÚNA. Það sem ég er að segja, við höfum ALDREI (og komum vonandi aldrei til með í framtíðinni) verið í verri samningsstöðu gagnvart ESB. Á meðan menn eru að eltast við þetta eru svo öll verkefnin sem snúa að heimilunum á ís. Það litla sem maður heyrir virðist tengjast "stærstu skuldurunum", ekki okkur hinum.

Þess vegna segi ég að ég sé LOST IN ICELAND.

Erla Einarsdóttir, 25.10.2009 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband