Þetta er rosaleg ásökun og krefst rannsóknar.

Árni Johnsen kemur í þessari með mjög alvarlegar ásakanir á hendur Sjálfstæðismanna í Árborg.

 "Þau hringdu út, sögðu fólki að kjósa Sjálf­stæðisflokkinn en strika mig út. Ef þau ætluðu ekki að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, áttu þau samt að strika mig út. Þarna var verið að blekkja kjósendur til að ógilda atkvæði sitt sem er grafalvarlegur hlutur. Verst þykir mér þegar frambjóðendendur á listanum á Árborg­arsvæðinu taka þátt í þessu," sagði Árni."

Það hlýtur að vera alvarlegt brot á lögum að flokksmenn tiltekins flokks beiti kjósendur blekkingum og hvetji þá til að ógilda athvæði sitt ef það ætlar að kjósa annan flokk. Það er augljóst að rannsaka verður hvort eitthvað sé hæft í þessum ásökunum.


mbl.is Árni Johnsen segir skipulega unnið gegn sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er búsett í Suðurkjördæmi og flokkbundinn Sjálfstæðismaður.  Ég kaus Sjálfstæðisflokkinn og strikaði yfir nafn Árna af eigin hvötum og af fúsum og frjálsum vilja.  Ég fékk hvorki símtöl né bein eða óbein skilaboð um það sem Árni er að saka fólk um.   

Ég hef fulla trú á því að kjósendur í Suðurkjördæmi hafi farið eftir eigin sannfæringu þegar kom að því að strika fólk út.  Það er verst fyrir Árna sjálfan að hann nái ekki þessum skilaboðum...

Sandra (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 15:37

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Hafi þetta verið gert er það sakhæft atferli sem getur og ætti að gefa fangelsisdóma.

Héðinn Björnsson, 29.4.2009 kl. 16:56

3 Smámynd: Erla Einarsdóttir

Það kemur náttúrulega engum á óvart að hann hafi fengið mikið af útstrikunum (nema greinilega honum sjálfum). Það ætti nú samt að vera einfalt að skoða allavega hvort óvenjulega mörg athvæði hafi verið gerð ógild einmitt með þessum hætti. Ef svo er ekki eru jú ásakanir Árna strax fallnar um sjálfar sig.

Erla Einarsdóttir, 30.4.2009 kl. 20:14

4 Smámynd: Hlédís

Þessi saga hefur gengið frá því nokkru fyrir kosningar - er full ástæða og létt verk að kanna hvort fótur er fyrir henni.

Hlédís, 3.5.2009 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband