1.2.2009 | 16:06
Hvar hef ég heyrt þetta áður?
Já, alveg rétt. Það var þessi sama kona sem sagði þessi sömu orð fyrir ca. 4 mánuðum síðan. Þessi kona er svo búin að vera í ríkisstjórn þessa 4 mánuði sem síðan hafa liðið og.....????
Þetta er nú bara orðið, sorrý, eins og með drauga og geimverur...ég skal trúa þegar ég sé með eigin augum.
Óska þess af öllu mínu hjarta að þessi ríkisstjórn beri gæfu til að komast allavega sæmilega frá þessum mánuðum sem eru eftir fram að kosningum.
Ég er auðvitað líka stolt af því að við erum að fara að fá konu sem forsætisráðherra og ég óska henni alls hins besta í sínu starfi.
En eins og ég segi þá hefur reynslan bara kennt manni þetta: Seeing is believing. Svoleiðis er nú bara það!
![]() |
Skjaldborg slegið um heimilin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)