Around Davíð in 80 days!

Ég er þreytt á þessu aðgerðaleysi. Ný stjórn, OK flott, það var ekkert að gerast svo breytingar hljóta að þýða aðgerðir, eða hvað? Ég sé bara alls ekkert gerast nema sama bölv.... vesenið í kringum Davíð. Getum við ekki komist yfir þetta og fengið að sjá einhverjar almennilegar framkvæmdir?!!

Ég er með fínt nafn á þessa "flottu" ríkisstjórn sem er nú við lýði: "Hringinn í kringum Davíð á 80 dögum".

Þetta átti að vera grín í fyrstu en ég hallast að því nú að þetta sé því miður réttnefni. Alveg eins og nafnið á fyrrv. ríkisstjórn: "Þyrnirós", var fyndið fyrst en hætti að vera það fyrir löngu síðan. Og blessuð yndislega Samfylkingin er hvít eins og meyjarbrúður, hrein og saklaus (græn) í þessu öllu saman.

Hvar er ábyrgðin þar, hvar er endurnýjunin í forustunni þar?

Æ, já, þetta var allt HINUM að kenna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband