Sorglegt yfirklór og stórkostleg vanvirðing.

Mér finnst það sorglegra en tárum taki ef yfirvöld kirkjunnar ætla að taka á þessu máli með einhverju gjörsamlega máttlausu yfirklóri, enn eina ferðina. Það er ekki hægt að byggja svona stofnun á því vantrausti sem nú ríkir í garð hennar og þetta er hörmulega ósanngjarnt gagnvart öllu því góða fólki sem vinnur á hverjum degi ómetanlegt starf innan Kirkjunnar.
Hvað Guðrúnu Ebbu varðar finnst mér í besta falli stórkostleg vanvirðing í hennar garð hvernig viðbrögðin eru samkvæmt þessari frétt. "Niðurstöður nefndarinnar lágu fyrir hinn 10. júní síðastliðinn. Þar er bent á að mistök hafi verið gerð hvað varðar skráningu erindisins og dráttur á því að Guðrún Ebba var boðuð til fundar. Að mati nefndarinnar var hér þó ekki um tilraun til þöggunar að ræða." GLEYMDIST BARA að hafa samband við konuna af því að "mistök voru gerð hvað varðar skráningu erindisins"??? Hversu mörg svona erindi fær eiginlega biskup inn á sitt borð á ári hverju?
Þöggunin er svo HRÓPANDI að það gengur einfaldlega ekki upp að leika strútinn og segja að hún sé ekki til staðar.
mbl.is Ekki tilraun til þöggunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. október 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband