Ég fer í fríið!

Þetta kallar maður að bjarga sér í kreppunni. Bara skella sér í gúmmíbátinn og sigla úr landi.

Færeyingar eru líka frændur okkar og hafa sýnt okkur stuðning og samúð að undanförnu, svo það verður örugglega lítið mál að snapa sér ódýrt fæði og húsnæði á áfangastað. 

Nú hættum við Íslendingar að púkka upp á rándýrt flug og hótel í útlöndum. Nú tökum við fram kajakana, gúmmíbátana, kanóana o.s.frv. og róum í fríið. Ódýrt, holl hreyfing og útivist og maður kemst í fríið þrátt fyrir kreppuna.

Muna bara að taka með sér skotvopn. Svona til öryggis ef maður skyldi mæta ísbirni á leiðinni ;c)

Góða ferð í fríið!


mbl.is Sigla á gúmmíbátum til Færeyja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband