Lost in Iceland!

Íbúðalánin og bílalánin eru eins og allir vita að sliga marga, sérstaklega ef þau voru tekin í gjaldeyrislánum. Verðtryggingin er að gera okkur hinum lífið leitt, lánin hækka og hækka og afborganir með.

Það er hins vegar eitt sem mér finnst lítil sem engin umfjöllun um, sem er nákvæmlega það sem er að sliga mína fjölskyldu. Við erum ekki með dýrt bílalán (thank God) og við keyptum ódýra blokkaríbúð á landsbyggðinni fyrir 2 árum. Jú, lánin af íbúðinni hafa hækkað og hækkað en...við myndum ráða við það ef ekki væri fyrir þetta atriði sem mér finnst allt of lítið fjallað um í fjölmiðlum.

Það er orðið 50-100% dýrara að reka fjölskyldu á Íslandi en fyrir 1-2 áum síðan!

Það sem er að sliga okkur fjárhagslega er sem sagt ekki bílalán og ekki húsnæðislán, nema að litlu leiti. Það er matur, fatnaður, hreinlætisvara...o.s.frv..! Ég veit að það eru fullt af fjölskyldum í þessari stöðu en maður heyrir ekki mikið talað um það. Það er alltaf talað eins og lækkun lána reddi öllu fyrir fólk, en þar erum við ekki að tala um fólkið sem ekki tók þátt í "neyslukapphlaupinu", ef ég má segja sem svo. Allar aðgerðir sem ég hef heyrt talað um finnst mér miðast við það að hygla þeim sem skulda mest á meðan hinir eiga, sýnist mér, að éta það sem úti frýs.

Ég skil ekki og hef aldrei skilið hvað þessi blessaða ríkisstjórn er að hugsa. Hvað í and........ hef ég með aðildarumsókn í ESB að gera akkúrat núna? Af hverju í ..... á ég að borga Icesaveskuldir sem ég stofnaði ekki til??

Já ég veit, þetta er mikil einföldun á málum en, mér finnst þetta bara "The bottom line". Leyfið mér þá að einfalda þetta ennþá meira:

I am LOST in Iceland!

 

 


mbl.is Bílalán stóra vandamálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband