Hálsinn stjórnar höfðinu!

Mér er það til efs að Geir hafi miklu ráðið um suma hluti þrátt fyrir forsætisráðherratitilinn. Þjóðsagan um "Bláu höndina" varð ekki til úr engu þótt henni sé oftast slegið fram í gríni fremur en alvöru. Ég mundi kalla það "gálgahúmor", sem leiðir beint að öðru "gríni"; Í góðri bíómynd segir móðir setningu við dóttur sína, brúðina, sem er eitthvað á þessa leið: Sko, karlinn er höfuð fjölskyldunnar en konan er hálsinn. Og það er hálsinn sem snýr höfðinu þangað sem hann vill!

Geir er "höfuð" ríkisstjórnarinnar en, getur verið að Davíð sé hálsinn??

Gálgahúmor eða grín, Bláa höndin virðist allavega hafa breyst í snöru, sem þessa stundina þrengist um hálsinn á Geir.


mbl.is Geir Haarde sagður ábyrgur fyrir hruninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband