Spakmæli.

Ég er hrifin af spakmælum og hér koma nokkur sem eiga vel við þessa dagana:

Banki er stofnun sem lánar þér regnhlíf þegar veður er bjart og krefur þig um hana aftur þegar fer að rigna. (Robert Frost)

Suma má blekkja alltaf og alla stundum, en það er ekki hægt að blekkja alla alltaf. (A. Lincoln)

Það liggur í eðli þess eigingjarna að geta kveikt í húsi til þess eins að steikja eggin sín. (Francis Bacon)

Þá fyrst verður vel stjórnað þegar þeir komast til valda, sem hafa enga löngun til þess. (Platón)

Og að lokum:

Við höfum ekki erft jörðina eftir foreldra okkar. Við höfum fengið hana að láni frá börnum okkar. (Anders Vijkman).

Wink

 


Bloggfærslur 25. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband