29.4.2009 | 15:15
Þetta er rosaleg ásökun og krefst rannsóknar.
Árni Johnsen kemur í þessari með mjög alvarlegar ásakanir á hendur Sjálfstæðismanna í Árborg.
"Þau hringdu út, sögðu fólki að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en strika mig út. Ef þau ætluðu ekki að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, áttu þau samt að strika mig út. Þarna var verið að blekkja kjósendur til að ógilda atkvæði sitt sem er grafalvarlegur hlutur. Verst þykir mér þegar frambjóðendendur á listanum á Árborgarsvæðinu taka þátt í þessu," sagði Árni."
Það hlýtur að vera alvarlegt brot á lögum að flokksmenn tiltekins flokks beiti kjósendur blekkingum og hvetji þá til að ógilda athvæði sitt ef það ætlar að kjósa annan flokk. Það er augljóst að rannsaka verður hvort eitthvað sé hæft í þessum ásökunum.
![]() |
Árni Johnsen segir skipulega unnið gegn sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.4.2009 | 14:44
Líst vel á þetta!
Mér finnst þetta virkilega góð tillaga og vel útfærð. Það verður að drífa í að taka á þessum málum og það ekki seinna en í gær.
Það er pirrandi að hugsa til þess að á meðan fjölskyldurnar í landinu bíða eftir aðgerðum og eru að drukkna í skuldum séu S og VG að rífast um hvor eigi að bakka með evrópustefnu sína og svíkja sína kjósendur. Þessi Evrópumál ættu bara alls ekki að vera í forgangi, það er svo margt sem þarf að taka á fyrst sem hreinlega bráðliggur á. Hvernig væri að vera bara sammála um að vera ósammála og drífa í að mynda stjórn og VINNA þessi brýnustu verkefni. Það er hvort sem er lítil von til að stjórn VG og S haldi lengi, nema annar hvor flokkurinn svíki kjósendur sína. Hættið að rífast í bili og farið að vinna! Þið getið rifist meira þegar TÍMI ER TIL, það er ekki núna!
![]() |
Vill neyðarlög um íbúðalán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2009 | 04:11
Rosalega er ég hissa!
Ég get ekki ímyndað mér að yfirstrikanir á Guðlaugi Þór komi landsbyggðarfólki á óvart. Vinnubrögð hans sem heilbrigðisráðherra, varðandi sameiningar heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni, einkenndust öðru framar af ótrúlegri fáfræði, fljótfærni og dæmalausum hroka. Við þurfum ekki svona menn við stjórnvölinn í þessu landi. Það er mín skoðun.
![]() |
Sjálfstæðisflokkur í RS með yfir 2000 útstrikanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2009 | 19:27
Rétt hjá Sigmundi.
Þetta er alveg rétt hjá Sigmundi, þetta frumvarp er einskisnýtt eitt og sér.
Smá saga:
Ég er búin að vera veik heima í 1 og 1/2 viku núna svo ég hef horft á "SLATTA" af Alþingisstöðinni að undaförnu(einfaldlega besta sjónvarpsefnið fyrir flensusjúklinga sem geta ekki legið í rúminu vegna stíflu í nefi og öllu sem því tengist"). Fyrir vikið hef ég aldrei verið hræddari um landið mitt og framtíðina en nú. Að horfa á umræður á Alþingi að undaförnu er eins og að horfa á erfiðan bekk í gagnfræðaskóla. Það er gjammað meðan fólk er í ræðustól, það er úað, púað og hlegið. Ef maður hefði látið svona þegar maður var í skóla hefði maður umsvifalaust verið sendur til skólastjórans eða í skammakrókinn. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið verstur hvað þetta snertir og einfaldlega tafið störf þingsins með þessu rugli sínu. Samt sem áður finnst mér ég líka sjá ráðaleysi, þreytu og pirring hjá stjórnarflokkunum. Þetta lítur allt saman út eins og fólk viti einfaldlega ekki hvað er til ráða.
Það versta við þetta allt er að akkúrat NÚNA, þegar við þurfum svo nauðsynlega á því að halda að ráðamenn og þingmenn þjóðarinnar vinni SAMAN að því að finna lausnir og vinna þær, er þetta fólk í pólitískum hártogunum og bulli, vegna kosningabaráttu! Það sem ég vil gjarnan heyra er ekki hvað hinn eða þessi flokkur/þingmaður gerði einusinni, heldur hvað hinn eða þessi flokkur/frambjóðandi ætlar sér að gera fái hann kosningu. Og ekki bara hvað, heldur hvernig. Nú bara duga ekki fagurgalarnir "slá skjaldborg um heimilin" eða "koma hjólum atvinnulífsins í gang"!! Við vitum öll hvað þarf að gera, það sem við þurfum að vita er HVERNIG!
Nóg um það.
Tillögur Framsóknarmanna um 20% flata niðurfellingu skulda, hvort sem það telst sanngjarnt eða ekki, er það eina vitræna sem ég hef séð sem myndi koma sem flestum heimilum til hjálpar. Greiðsluaðlögunarfrumvarpið er ágætt sem slíkt en í núverandi árferði hjálpar það einungis þeim sem eru algjörlega komnir í þrot. Hvað með að fyrirbyggja að fólk komist í þá aðstöðu?? Er það einskis virði?
![]() |
Greiðsluaðlögun stórhættuleg ein og sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 9.4.2009 kl. 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)