28.3.2009 | 06:06
Litla gula hænan.
![]() |
Siðrof í íslensku samfélagi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.3.2009 | 19:32
Er ekki allt í lagi?!
Það hlýtur nú að verða einhver eftirmáli að þessu. Annaðhvort hefur dómarinn sjálfur verið barnaníðingur eða búinn að tapa glórunni.
Mín persónulega skoðun er sú að almenningur eigi að hafa aðgang að upplýsingum og myndum af dæmdum barnaníðingum. Þeim er engin vorkunn að geta ekki fótað sig í samfélaginu eftir afplánun, fórnarlömb þeirra líða fyrir gerðir þeirra alla sína æfi. Best væri að senda þá alla saman á afskekkta eyju eftir að þeir sleppa út. Þar gætu þeir svo verið og níðst hver á öðrum það sem eftir væri æfinnar.
![]() |
Dæmdur eftir að hafa sagt til barnaníðings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2009 | 00:28
Hvernig á að þekkja heilablæðingu?
Ég fékk tölvupóst varðandi þetta nýlega og set hann hér. Þetta er eitthvað sem allir þyrftu að vita.
Það væri gott ef allir vissu þetta .............
Slag / Heilablóðfall / Blóðtappi
Það tekur þig aðeins rúmlega eina mínútu að lesa þetta:
TUNGAN er fjórða einkennið til að greina Slag / Heilablóðfall / Blóðtappa
Haft er eftir taugasérfræðingi að, fái hann fórnarlamb slags til meðferðar
innan þriggja tíma, sé hægt að snúa þróun áfallsins við og bæta algerlega
allan skaða sem það hefur valdið. Að hans sögn er galdurinn í því fólginn
að þekkja einkennin greina þau og veita sjúklingnum viðeigandi læknishjálp
innan þriggja klukkustunda sem er ekki einfalt.
Stundum er erfitt að átta sig á að um slag sé að ræða. Því miður hefur
sofandaháttur við þessar kringumstæður grafalvarlegar afleiðingar.
Sjúklingar geta orðið fyrir alvarlegum heilaskaða ef nærstaddir átta sig
ekki á að um einkenni slags er að ræða.
Að þekkja einkenni slags:
Notið nú gáfurnar sem ykkur hlotnuðust til að Lesa og Læra:
Að sögn lækna, geta leikmenn borið kennsl á slag, með því að kanna
þrjú ( núna fjögur ) einföld atriði:
Þið getið lært að tengja fyrstu 5 stafina í BLóðTappi við einkennin fjögur
B L óð T appi
Brosa Lyfta (óð) Tala + Tunga
Á ensku er bent á læra að tengja fyrstu 3 stafina í STRoke
S = smile T = talk R = raise both arms (og bæta núna Tounge við)
B biðjið hann / hana að BROSA
L biðjið hann / hana að LYFTA báðum handleggjum
T biðjið hann / hana að TALA og segja einfalda setningu að viti
t.d. að lýsa veðrinu
Núna má bæta TUNGA við
T biðjið hann / hana að reka TUNGUNA beint út úr sér
því ef tungan er bogin eða leitar út í annað munnvikið er það líka vísbending um slag.
Ef manneskjan á í erfiðleikum með EITTHVERT EITT þessara atriða þarf
að hringja strax í Neyðarlínuna og lýsa einkennunum.
Að kunna þetta getur bjargað mannslífi.
![]() |
Hefði getað bjargað Richardson |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.3.2009 | 20:37
Hvað er til ráða?
Ég, eins og aðrir landsmenn, bíð enn eftir einhverjum alvöru aðgerðum af hálfu ríkisstjórnarinnar til hjálpar fjölskyldunum í landinu. Það er alveg greinilegt að nú er við stjórnvölinn fólk sem er einfaldlega skíthrætt við að taka ákvarðanir. Ýmsar ágætar tillögur hafa komið fram um aðgerðir til varnar heimilum og fjölskyldum í landinu en enn er allt í orði og ekkert á borði.
Eitt datt mér í hug um daginn þegar ég var að velta fyrir mér öllum þessum tillögum og umræðum um sanngirni/ósanngirni sem fólki verður tíðrætt um í því sambandi.
Hvaða þjóðfélagshópur er það sem er að fara verst út úr kreppunni, án þess að hafa "farið sér um of" í neyslu og áhættufjárfestingum síðustu ár? Og hvaða þjóðfélagshópur er það sem hrikalegar hækkanir á nauðsynjum eins og húsnæði, matvöru, fatnaði, hreinlætisvöru o.s.frv. kemur mest og verst við?
Leiðréttið mig ef þetta er ekki rétt hjá mér en eru það ekki barnmargar fjölskyldur sem verða verst úti og munu eiga erfiðast með að hafa sig í gegnum þessar þrengingar? Þetta er fólkið sem þarf fermetrafjöldann m.v. fjölda barnanna (ekki bara til að "hafa það gott" og "hafa fullt af plássi"). Þetta er fólkið sem þarf að eyða mest í matvöru, fatnað o.þ.h. og á erfiðara með að skera niður ýmis útgjöld en aðrir.
Tillaga Framsóknar um flata 20% niðurfellingu skulda er ágæt og sanngjörn að mörgu leiti, það skársta sem fram hefur komið hingað til allavega. Skuldir þeirra sem skulda mest munu þá lækka mest, þær hafa jú hækkað mest undanfarna mán./ár. Ég heyri hins vegar oft að "það sé fullt af fólki sem hefur einfaldlega farið algjörlega fram úr sér í neyslu og skuldsetningu, bara fyrir "lúxusinn" og eigum svo við hin að borga fyrir niðurfellingu á skuldum þeirra líka?"
OK. Hvað með að minnka niðurfellinguna um 10-15% eða sleppa henni alveg en hækka þess í stað barnabæturnar tímabundið um 100-200% ? Mundi það ekki koma til móts við akkúrat fólkið sem þyrfti mest á því að halda? Væri ÞAÐ ósanngjarnt?
Ég er ekki lögfróð manneskja og hef svona tölur ekki á hreinu en mig langar til að vita hversu mikið væri hægt að hækka barnabætur fyrir þann pening sem talað er um í sambandi við niðurfellingu skulda.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2009 | 06:17
Til hamingju Framsóknarmenn í NV kjördæmi.
Þetta er niðurstaðan sem við þurftum og óskuðum eftir. Nýr maður með mikla reynslu og margar góðar hugmyndir. Ég er fyrir mína parta bjartsýn á Framtíðina ef við berum gæfu til að velja svona menn á þing. Til hamingju með Gunnar Braga!
![]() |
Fyrst og fremst þakklátur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2009 | 05:21
Around Davíð in 80 days!
Ég er þreytt á þessu aðgerðaleysi. Ný stjórn, OK flott, það var ekkert að gerast svo breytingar hljóta að þýða aðgerðir, eða hvað? Ég sé bara alls ekkert gerast nema sama bölv.... vesenið í kringum Davíð. Getum við ekki komist yfir þetta og fengið að sjá einhverjar almennilegar framkvæmdir?!!
Ég er með fínt nafn á þessa "flottu" ríkisstjórn sem er nú við lýði: "Hringinn í kringum Davíð á 80 dögum".
Þetta átti að vera grín í fyrstu en ég hallast að því nú að þetta sé því miður réttnefni. Alveg eins og nafnið á fyrrv. ríkisstjórn: "Þyrnirós", var fyndið fyrst en hætti að vera það fyrir löngu síðan. Og blessuð yndislega Samfylkingin er hvít eins og meyjarbrúður, hrein og saklaus (græn) í þessu öllu saman.
Hvar er ábyrgðin þar, hvar er endurnýjunin í forustunni þar?
Æ, já, þetta var allt HINUM að kenna!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)