Sorglegt yfirklór og stórkostleg vanvirðing.

Mér finnst það sorglegra en tárum taki ef yfirvöld kirkjunnar ætla að taka á þessu máli með einhverju gjörsamlega máttlausu yfirklóri, enn eina ferðina. Það er ekki hægt að byggja svona stofnun á því vantrausti sem nú ríkir í garð hennar og þetta er hörmulega ósanngjarnt gagnvart öllu því góða fólki sem vinnur á hverjum degi ómetanlegt starf innan Kirkjunnar.
Hvað Guðrúnu Ebbu varðar finnst mér í besta falli stórkostleg vanvirðing í hennar garð hvernig viðbrögðin eru samkvæmt þessari frétt. "Niðurstöður nefndarinnar lágu fyrir hinn 10. júní síðastliðinn. Þar er bent á að mistök hafi verið gerð hvað varðar skráningu erindisins og dráttur á því að Guðrún Ebba var boðuð til fundar. Að mati nefndarinnar var hér þó ekki um tilraun til þöggunar að ræða." GLEYMDIST BARA að hafa samband við konuna af því að "mistök voru gerð hvað varðar skráningu erindisins"??? Hversu mörg svona erindi fær eiginlega biskup inn á sitt borð á ári hverju?
Þöggunin er svo HRÓPANDI að það gengur einfaldlega ekki upp að leika strútinn og segja að hún sé ekki til staðar.
mbl.is Ekki tilraun til þöggunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Amerísk fyndni og "pissukeppni".

Já okkur finnst alltaf gaman að hlæja að óförum annarra, það er nú bara partur af mannlegum húmor held ég. Hins vegar er mér ekki beint hlátur í hug þegar ég les þetta, einfaldlega vegna þess að þetta er svo "illa" amerískt. Ameríkanar keppast þessa dagana við að benda í allar áttir og virðast nota ansi langdræga sjónauka til að reyna að koma auga á vandamál hagkerfis heimsins og uppruna þeirra. Þeir ættu frekar að nota stækkunargler held ég. Þar er "pissukeppnin" sem kom heiminum á þann stað sem hann er í dag í fullu gangi ennþá. Spurningin er reyndar hvort hún er það ekki hérna líka?
MELTDOWN eru MJÖG áhugaverðir og ítarlegir heimildaþættir um þessi mál sem fréttastöðin AlJazeera hefur látið gera, skora á þá sem ekki hafa séð þetta að bæta úr því, þeir eru virkilega upplýsandi!
Hér er fyrsti þáttur af fjórum: http://english.aljazeera.net/programmes/meltdown/2011/09/2011914105518615434.html

mbl.is Hlegið að Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband