Kjarni málsins...

Mér finnst kjarni málsins vera þessi: Hver/hverjir settu reglurnar sem unnið var eftir við stofnun og rekstur Icesave? Hvaða reglur voru svo brotnar?

Ef engir aðrir en Íslendingar eiga að læra af þessum mistökum, hvar er þá siðferðið? Almenningur á Íslandi á að borga skuldir sem hann stofnaði ekki til!....Er það Í ALVÖRU siðferðilega rétt?


mbl.is Siðferðileg álitaefni Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er eiginlega að ykkur öllum ? Lesið 48 og 49 grein laga nr. 19 1940. Þær eru settar til að láta fjármálakrimma taka afleiðingunum. Síðari lagaálit eða lagaútskýringar hafa ekkert að segja. Greinin stendur ! Spurjið dómara. Ég hef tekið eftir að menn forðast eins og heitan eld að láta EINA VALDIÐ Í LANDINU sem á að fjalla um svona fá þessi mál í hendur. Þess í stað reynir Alþingi og framkvæmdarvaldið allt til að slíkt gerist ekki. Ef þið lesið bloggið á FT, der Spigel, Tribune og annars staðar þá sjáið þið að útlendingar munu hengja okkur á okkar eigin lögum af því við látum ekki íslenska dómstóla skera út um hvað má og hvað má ekki.

Hlynur (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 01:50

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæl Erla. Já þú talar um reglur og hver hafi sett þær. Mér finnst liggja í augum uppi að stjórnvöld á viðkomandi svæði eða í viðkomandi landi hafi sett slíkar reglur eða afnumið þær ef því er að skipta. Við Íslendingar vitum að peningamálastefnan sem tók gildi 2001 var hugarfóstur Davíðs Oddssonar. Hann skipaði sig sjálfan svo Seðlabankastjóra skömmu síðar og hafði því að því er virtist alla þræði í sínum höndum. Einhverjar reglur voru þó í gildi, en eftirlit með þeim afar máttlaust, það "þorði" enginn að styggja Davíð. Fjármálamennirnir fóru svo að prufa sig áfram og frelsið var algjört. Hverju málshöfðum sem Steingrímur Joð er að setja af stað, skilar að lokum er ekki vitað nú, en þó þykir mér líklegt að brot á reglum finnist.

Reglur annarra landa þekki ég ekki og læt ógert að ræða þær

Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.8.2009 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband