Davíð og Hitler.

Ekki finnst mér nú flott að Íslendingum og Icesave skuli vera líkt við stríðsrekstur Þjóðverja. Er það þá næsta skref að líkja Davíð við Hitler? Að vísu annað stríð um að ræða þar en sama er. Týpískt alveg fyrir Breta að leggja að jöfnu líf og peninga. Mér finnst þetta ekki sniðugt!
mbl.is FT: Ábyrgðin sameiginleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitthvað hefur þú mislesið greinina. Hill notar ekki þessa líkingu, heldur segir að hún sé notuð á Íslandi -- og segir um leið að hún sé nú frekar gróf/heimskuleg samlíking ("crass parallel"). Það er því dálítið hlægilegt að ásaka Breta um að leggja saman líf og peninga (skil reyndar ekki hvað þú meinar með því) þar sem versalalíkingin er íslensk en ekki bresk. Að síðustu þá skil ég ekki heldur alveg þetta með Davíð og Hitler. Því er stundum haldið fram að Hitler hafi komist til valda vegna þess að hann notaði sér óánægju Þjóðverja með Versalasamninginn (og kenndi samsæri gyðinga um), en honum verður tæpast kennt um samninginn sjálfan. Ertu þá að gera að því skóna að Davíð muni í framtíðinni sækjast eftir völdum með því að vísa í svik (varla gyðinga) við gerð Icesave-samningsins? Ef það myndi gerast þá væri samlíkingin kannski ekki svo galin -- vandinn fyrir Davíð verður bara sá að ólíkt Adolf þá var hann generáll í styrjöldinni sem leiddi til Icesave-samningsins, og þótt ég efist nú stundum um minni fólks eftir að lesa bloggsíður þá held ég nú að það sé ekki svo brenglað að menn hafi gleymt því.

Pétur (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 12:45

2 Smámynd: Erla Einarsdóttir

Takk fyrir þetta Pétur. Það er rétt, Hill segir að líkingin sé komin frá Íslandi (tók ekki eftir því fyrr en þú bentir mér á það ) og hann tekur undir þessa líkingu í grein sinni. Hvort sem líkingin er komin frá Íslendingi eða Breta finnst mér fáránlegt að líkja saman ásökunum/samningum vegna stríðsreksturs (spilað með líf/dauða fólks) og ásökunum vegna fjármála (spilað með peninga fólks). Þetta er nú bara mín skoðun.

Þetta með Davíð og Hitler var nú bara slegið fram svona að það væri jafn vitlaust og þessi samlíking, án þess að þurfa að fara í einhverjar sögulegar skoðanir, enda um allt annað stríð að ræða.

Góða helgi

Erla Einarsdóttir, 15.8.2009 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband