Rétt hjá Sigmundi.

Þetta er alveg rétt hjá Sigmundi, þetta frumvarp er einskisnýtt eitt og sér.

Smá saga:

Ég er búin að vera veik heima í 1 og 1/2 viku núna svo ég hef horft á "SLATTA" af Alþingisstöðinni að undaförnu(einfaldlega besta sjónvarpsefnið fyrir flensusjúklinga sem geta ekki legið í rúminu vegna stíflu í nefi og öllu sem því tengist"). Fyrir vikið hef ég aldrei verið hræddari um landið mitt og framtíðina en nú. Að horfa á umræður á Alþingi að undaförnu er eins og að horfa á erfiðan bekk í gagnfræðaskóla. Það er gjammað meðan fólk er í ræðustól, það er úað, púað og hlegið. Ef maður hefði látið svona þegar maður var í skóla hefði maður umsvifalaust verið sendur til skólastjórans eða í skammakrókinn. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið verstur hvað þetta snertir og einfaldlega tafið störf þingsins með þessu rugli sínu. Samt sem áður finnst mér ég líka sjá ráðaleysi, þreytu og pirring hjá stjórnarflokkunum. Þetta lítur allt saman út eins og fólk viti einfaldlega ekki hvað er til ráða.

Það versta við þetta allt er að akkúrat NÚNA, þegar við þurfum svo nauðsynlega á því að halda að ráðamenn og þingmenn þjóðarinnar vinni SAMAN að því að finna lausnir og vinna þær, er þetta fólk í pólitískum hártogunum og bulli, vegna kosningabaráttu! Það sem ég vil gjarnan heyra er ekki hvað hinn eða þessi flokkur/þingmaður gerði einusinni, heldur hvað hinn eða þessi flokkur/frambjóðandi ætlar sér að gera fái hann kosningu. Og ekki bara hvað, heldur hvernig. Nú bara duga ekki fagurgalarnir "slá skjaldborg um heimilin" eða "koma hjólum atvinnulífsins í gang"!! Við vitum öll hvað þarf að gera, það sem við þurfum að vita er HVERNIG!

Nóg um það.

Tillögur Framsóknarmanna um 20% flata niðurfellingu skulda, hvort sem það telst sanngjarnt eða ekki, er það eina vitræna sem ég hef séð sem myndi koma sem flestum heimilum til hjálpar. Greiðsluaðlögunarfrumvarpið er ágætt sem slíkt en í núverandi árferði hjálpar það einungis þeim sem eru algjörlega komnir í þrot. Hvað með að fyrirbyggja að fólk komist í þá aðstöðu?? Er það einskis virði?

 


mbl.is Greiðsluaðlögun stórhættuleg ein og sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband